Enski boltinn

VAR tekið upp á Englandi

Notast verður við VAR í ensku úrvalsdeildinni frá og með næsta tímabili.

Myndbandsdómgæsla kom við sögu í bikarleik Liverpool og West Brom á síðasta tímabili. Fréttablaðið/Getty

Myndbandsdómgæsla (VAR) verður tekin upp í ensku úrvalsdeildinni frá og með næsta tímabili. Félögin í ensku úrvalsdeildinni samþykktu þetta á fundi hluthafa í dag.

Myndbandsdómgæslan var notuð í nokkrum leikjum í ensku bikarkeppninni og deildarbikarnum á síðasta tímabili með misjöfnum árangri.

Í apríl höfnuðu félögin í ensku úrvalsdeildinni því að taka upp VAR en afstaða þeirra hefur greinilega breyst á síðustu mánuðum.

Myndbandsdómgæslan er notuð í ítölsku og þýsku úrvalsdeildinni og var notuð á HM í Rússlandi í sumar og þótti það takast vel.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Frábær seinni hálfleikur Swansea

Enski boltinn

Úlfarnir í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í 16 ár

Enski boltinn

Newport tókst að stríða City í enska bikarnum

Auglýsing

Nýjast

Jón Dagur sá rautt

„Vorum að vinna frábært lið í dag“

„Ætluðum okkur stærri hluti í dag“

„Ekkert grín að elta Elvar í heilan leik“

„Ætlum að vinna alla þrjá titlana“

Stjarnan bikar­meistari í fjórða sinn

Auglýsing