Enski boltinn

VAR tekið upp á Englandi

Notast verður við VAR í ensku úrvalsdeildinni frá og með næsta tímabili.

Myndbandsdómgæsla kom við sögu í bikarleik Liverpool og West Brom á síðasta tímabili. Fréttablaðið/Getty

Myndbandsdómgæsla (VAR) verður tekin upp í ensku úrvalsdeildinni frá og með næsta tímabili. Félögin í ensku úrvalsdeildinni samþykktu þetta á fundi hluthafa í dag.

Myndbandsdómgæslan var notuð í nokkrum leikjum í ensku bikarkeppninni og deildarbikarnum á síðasta tímabili með misjöfnum árangri.

Í apríl höfnuðu félögin í ensku úrvalsdeildinni því að taka upp VAR en afstaða þeirra hefur greinilega breyst á síðustu mánuðum.

Myndbandsdómgæslan er notuð í ítölsku og þýsku úrvalsdeildinni og var notuð á HM í Rússlandi í sumar og þótti það takast vel.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

United staðfestir ráðningu Ole Gunnar Solskjaer

Enski boltinn

Komið að leiðar­lokum hjá Jose á Old Trafford

Enski boltinn

Solskjaer að taka við Manchester United

Auglýsing

Nýjast

Emil fær nýjan þjálfara hjá Frosinone

Patrekur tekur við Skjern í sumar

„Raunhæft að komast upp í efstu deild í vor“

Burton og Man. City í undanúrslit deildarbikarsins

Napoli hafnaði risaboði í Koulibaly

Zlatan búinn að framlengja hjá LA Galaxy

Auglýsing