Þetta er síðasti æfingaleikur Íslands í bili en næsta verkefni Strákanna okkar eru leikir í undankeppni HM 2022 í haust.

Ísland komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks með hælspyrnu frá Alberti Guðmundssyni eftir að Aron Einar Gunnarsson fleytti hornspyrnu Guðmundars Þórarinssonar á Albert.

Línuvörðurinn flautaði markið af í fyrstu en með notkun myndbandsdómgæslu kom í ljós að markið var gott og gilt.

Forskot Íslands dugði ekki lengi því Piotr Zieliński jafnaði metin fyrir Pólverja stuttu síðar eftir góða sókn heimamanna.