Þetta hefur tímaritið PEOPLE eftir heimildarmanni sínum sem er vel tengd Khardashian fjölskyldunni.

Samkvæmt dómsskjölum sem PEOPLE hefur undir höndunum, hefur einkaþjálfarinn Maralee Nichols, stefnt Thompson og krefst þess að hann greiði meðlag með barni sem fæddist í síðustu viku. Hún heldur því fram að Thompsons sé faðir barnsins.

Samkvæmt skjölunum sem PEOPLE hefur undir höndunum, játar Thompson, sem er leikmaður NBA liðsins Sacramento Kings, að hafa stundað kynmök með konunni í að minnsta kosti eitt skipti.

Heimildarmaður PEOPLE segir Khloé vita af barninu en hún var í sambandi með Thompson um það leyti sem barnið á að hafa verið getið.

Saman eiga Khloé og Thompson þriggja ára gamla dóttur en hann átti fyrir strák sem er nú fjögurra ára.

Samband Khloé og Thompson er flókið og þau hafa verið sundur og saman í gegnum tíðina. Sakmvæmt heimildum The Insider höfðu vinir Khloé hvatt hana til þess að taka ekki aftur við Thompson. ,,Hún trúði því alltaf að hann myndi breytast" segir heimildarmaður People og segir að Khloé hafi viljað gera allt til þess að halda fjölskyldunni saman með hag þriggja ára dóttur þeirra að leiðarljósi.

Thompson hefur í nokkur skipti verið sakaður um framhjáhald. Parið sleit samvistum í júní á þessu ári. Þau reyna að halda vinskap með hag dóttur sinnar að leiðarljósi.