Carlos Sainz, einn af ökumönnum Formúlu 1 liðs Ferrari segir að liðið hafi fengið raunveruleikatékk í gær þegar að fyrsti kappakstur tímabilsins fór fram í Barein.

Miðað við kappakstur gærdagsins virðist Ferrari hafa færst aftar í goggunarröðina í mótaröðinni. Red Bull Racing og Aston Martin vermdu efstu þrjú sæti keppninnar og komust á verðlaunapall.

Carlos Sainz endaði í 4. sæti á meðan að liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, féll úr leik vegna bilunar í Ferrari bílnum.

„Bara frá fyrstu prófunum tímabilsins sáum við að Aston Martin og Red Bull Racing bílarnir eru ekki að slíta dekkjunum eins hratt og okkar bílar, þá virðast þeir vera með hraðari bíl í keppnum. Við þurfum á endanum að sætta okkur við fjórða sæti sem er hreinskilningslega það besta sem við hefðum getað gert. Þetta er raunveruleikatékk, það er hér sem við stöndum.“

Næsta keppnishelgi tímabilsins fer fram í Sádi-Arabíu eftir hálfan mánuð.