Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, kom í Í­þrótta­vikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hring­braut á föstu­dags­kvöldum. Gestur með honum var sjálfur Hjör­var Haf­liða­son, doktor Foot­ball.

Þeir fóru um víðan völl en rifjuðu meðal annars upp knatt­spyrnu­afrek Bjarna sem þótti afar góður og efni­legur mið­vörður með Stjörnunni og var búinn að spila um 100 leiki þegar hann var rétt rúm­lega tví­tugur. Hann lagði skóna á hilluna eftir að hafa meiðst gegn KR árið 1994.

„Ég var ekkert lík­legur til að gera mjög stóra hluti en eftir á að hyggja þá er ég í mínu besta standi þegar ég meiðist 1994. Ég dalaði að­eins en var kominn á mjög flott skrið.

Það munaði tals­vert um það að ég var að vinna tals­vert með að laga skalla­tæknina hjá mér. Maður verður allt annar leik­maður þegar maður stjórnar því hvert maður skallar. Sér­stak­lega inn í teig and­stæðingana og ég var farinn að skora tals­vert mikið af mörkum sumarið 93. Þá voru við að komast aftur upp í efstu deild.

Eins og á við víða í í­þróttum þá eru menn að toppa 28 ára og ég átti trú­lega mín bestu ár eftir.“