Fjöl­skylda enska lands­liðs­mannsins í knatt­spyrnu Raheem Sterling, unnusta og tvö ung börn, var ekki heima þegar að vopnaðir inn­brots­þjófar gerðu vart um sig á heimili fjöl­skyldunnar og höfðu á brott með sér þýfi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu lögreglunnar ytra

Unnusta Sterling, Pai­ge Mili­an var því ekki heima með tvö börn þeirra þegar atvikið átti sér stað en Sterling hefur sjálfur verið í lands­liðs­verk­efni með Eng­landi á HM í Katar.

The Sun hafði áður greint frá því að fjölskyldan hefði verið heima er vopnaðir inn­brots­þjófar brutust inn á heimili fjöl­skyldunnar sem er stað­sett að­eins fimm­tán mínútum frá æfinga­svæði Chelsea sem er fé­lags­lið Sterling. Það reyndist hins vegar ekki á rökum reist hjá breska miðlinum.

Þjófa­varnar­kerfi hússins fór af stað er þjófarnir brutust inn en þeir náðu síðan að flýja vettvang með þýfið, þar með talið úr sem eru verð­metin á um 300 þúsund pund, það jafn­gildir rúmum 52 milljónum ís­lenskra króna.

Um leið og Sterling fékk veður af inn­brotinu bað hann for­ráða­menn enska knatt­spyrnu­sam­bandsins um leyfi til að ferðast heim til Eng­lands sem hann og fékk.

Hann var því ekki í leik­manna­hópi enska lands­liðsins í gær er liðið tryggði sér sæti í 8-liða úr­slitum HM með öruggum 3-0 sigri á Senegal.

Ó­víst er þó hvort Sterling verði mættur aftur í enska lands­liðs­hópinn fyrir næsta verk­efni liðsins í 8-liða úr­slitum gegn Frakk­landi á laugar­daginn næst­komandi.

Fréttin var uppfærð klukkan 11:09 með upplýsingum úr yfirlýsingu lögreglu.