Þátta­stjórn­endur raun­veru­leika­þáttarins Michael McIn­tyre's Big Show náðu heldur betur að leika á Peter Crouch, fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­mann Eng­lands í knatt­spyrnu á dögunum. Mynd­brot úr þættinum hefur vakið mikla at­hygli og kátínu meðal net­verja.

Crouch hafði á­kveðið að taka þátt í raun­veru­leika­þættinum og fengu þátta­stjórn­endur eigin­konu Crouch til þess að vera á sínu bandi til þess að klekkja á honum.

Í mynd­skeiðinu, sem hefur farið eins og eldur um sinu á sam­fé­lags­miðlum má sjá hinn 41 árs gamla Crouch uppi í rúmi í her­bergi með eigin­konu sinni, Abbey Clan­cy.

Á einum tíma­punkti eru ljósin í her­berginu slökkt og báðu þátta­stjórn­endur Crouch um að koma auga á það hvað væri breytt í því þegar ljósin yrðu kveikt á ný.

Crouch var fljótur að benda á hitt og þetta sem honum þótti hafa verið breytt í her­berginu en tók hins vegar ekki eftir aðal­at­riðinu. Því eigin­kona hans lá ekki lengur við hlið hans í rúminu heldur sjón­varps­konan Holly Will­oug­hby.

Um­rætt mynd­band úr þættinum má sjá hér fyrir neðan: