Þáttastjórnendur raunveruleikaþáttarins Michael McIntyre's Big Show náðu heldur betur að leika á Peter Crouch, fyrrum atvinnu- og landsliðsmann Englands í knattspyrnu á dögunum. Myndbrot úr þættinum hefur vakið mikla athygli og kátínu meðal netverja.
Crouch hafði ákveðið að taka þátt í raunveruleikaþættinum og fengu þáttastjórnendur eiginkonu Crouch til þess að vera á sínu bandi til þess að klekkja á honum.
Í myndskeiðinu, sem hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum má sjá hinn 41 árs gamla Crouch uppi í rúmi í herbergi með eiginkonu sinni, Abbey Clancy.
Á einum tímapunkti eru ljósin í herberginu slökkt og báðu þáttastjórnendur Crouch um að koma auga á það hvað væri breytt í því þegar ljósin yrðu kveikt á ný.
Crouch var fljótur að benda á hitt og þetta sem honum þótti hafa verið breytt í herberginu en tók hins vegar ekki eftir aðalatriðinu. Því eiginkona hans lá ekki lengur við hlið hans í rúminu heldur sjónvarpskonan Holly Willoughby.
Umrætt myndband úr þættinum má sjá hér fyrir neðan:
Trust me when I say Peter Crouch's reaction is worth the wait 😂
— Michael McIntyre (@McInTweet) January 22, 2023
Catch up on the full episode on iPlayer! #MichaelMcIntyre #BigShow #iPlayer pic.twitter.com/BYJkWq2YtI