NBA

Var þetta stoðsending ársins hjá LeBron? | Myndband

LeBron James lék á hálft Lakers-liðið með einföldu bragði í nótt og átti blinda stoðsendingu á Ante Zizic en það voru tilþrif kvöldsins þrátt fyrir tap Cavaliers.

LeBron sló á létta strengi í upphituninni í nótt.

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers mættu Los Angeles Lakers í borg englanna í nótt en þrátt fyrir stórleik LeBron voru það heimamenn sem unnu 127-113 sigur en Lakers hafa unnið sjö af síðustu tíu.

Töluverð eftirvænting var eftir leiknum enda talið að Lakers sé eitt þeirra liða sem LeBron sé með augastað á þegar hann getur sagt upp samningi sínum í sumar.

Þrátt fyrir að LeBron hafi gælt við þrefalda tvennu með 24 stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar voru það ungu leikmenn Lakers með Julius Randle fremstan í flokki (36 stig, 14 fráköst) sem unnu leikinn.

Þótt að Cavaliers hafi tapað átti LeBron fallegustu tilþrif kvöldsins þegar hann fíflaði vörn Lakers og sendi boltann blindandi (e. no-look) á liðsfélaga sinn Ante Zizic undir körfunni sem tróð fyrir tveimur stigum.

Myndband frá þessari stoðsendingu má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Leikmaður Celtics kærður fyrir gróft heimilisofbeldi

NBA

Ginobili leggur skóna á hilluna

NBA

Melo búinn að skrifa undir hjá Houston Rockets

Auglýsing

Nýjast

Guðjón Valur valinn leikmaður umferðarinnar

Messi skákaði Ronaldo með þrennu sinni

Arnór gæti þreytt frumraun sína

Ríkjandi meistarar mæta til leiks í kvöld

Tíu bestu erlendu leikmennirnir

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Auglýsing