NBA

Var þetta stoðsending ársins hjá LeBron? | Myndband

LeBron James lék á hálft Lakers-liðið með einföldu bragði í nótt og átti blinda stoðsendingu á Ante Zizic en það voru tilþrif kvöldsins þrátt fyrir tap Cavaliers.

LeBron sló á létta strengi í upphituninni í nótt.

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers mættu Los Angeles Lakers í borg englanna í nótt en þrátt fyrir stórleik LeBron voru það heimamenn sem unnu 127-113 sigur en Lakers hafa unnið sjö af síðustu tíu.

Töluverð eftirvænting var eftir leiknum enda talið að Lakers sé eitt þeirra liða sem LeBron sé með augastað á þegar hann getur sagt upp samningi sínum í sumar.

Þrátt fyrir að LeBron hafi gælt við þrefalda tvennu með 24 stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar voru það ungu leikmenn Lakers með Julius Randle fremstan í flokki (36 stig, 14 fráköst) sem unnu leikinn.

Þótt að Cavaliers hafi tapað átti LeBron fallegustu tilþrif kvöldsins þegar hann fíflaði vörn Lakers og sendi boltann blindandi (e. no-look) á liðsfélaga sinn Ante Zizic undir körfunni sem tróð fyrir tveimur stigum.

Myndband frá þessari stoðsendingu má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Stærsti sigurinn í 20 ár í NBA-deildinni

NBA

Howard í flokk með Chamberlain, Malone og Jabbar

NBA

Fyrrverandi NBA-stjarna handtekin fyrir ofurölvi

Auglýsing

Sjá meira Sport

Golf

Ólafía Þórunn skaust upp töfluna

Sport

Skallagrímur síðastur inn í úrslitakeppnina

Handbolti

Selfyssingum varð ekkert ágengt

Fótbolti

Sampson refsað fyrir ógnandi framkomu

Körfubolti

Taylor úrskurðaður í þriggja leikja bann

Körfubolti

Njarðvík skiptir um þjálfara

Auglýsing