NBA

Var þetta stoðsending ársins hjá LeBron? | Myndband

LeBron James lék á hálft Lakers-liðið með einföldu bragði í nótt og átti blinda stoðsendingu á Ante Zizic en það voru tilþrif kvöldsins þrátt fyrir tap Cavaliers.

LeBron sló á létta strengi í upphituninni í nótt.

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers mættu Los Angeles Lakers í borg englanna í nótt en þrátt fyrir stórleik LeBron voru það heimamenn sem unnu 127-113 sigur en Lakers hafa unnið sjö af síðustu tíu.

Töluverð eftirvænting var eftir leiknum enda talið að Lakers sé eitt þeirra liða sem LeBron sé með augastað á þegar hann getur sagt upp samningi sínum í sumar.

Þrátt fyrir að LeBron hafi gælt við þrefalda tvennu með 24 stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar voru það ungu leikmenn Lakers með Julius Randle fremstan í flokki (36 stig, 14 fráköst) sem unnu leikinn.

Þótt að Cavaliers hafi tapað átti LeBron fallegustu tilþrif kvöldsins þegar hann fíflaði vörn Lakers og sendi boltann blindandi (e. no-look) á liðsfélaga sinn Ante Zizic undir körfunni sem tróð fyrir tveimur stigum.

Myndband frá þessari stoðsendingu má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Þurfti fjórar fram­lengingar til að út­kljá leik Chi­cago og At­lanta

NBA

Jókerinn lék sama leik og Chamberlain

NBA

Lið LeBron vann Stjörnuleikinn - myndbönd

Auglýsing

Nýjast

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Næstu Ólympíu­leikar þeir síðustu hjá Si­mone Biles

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Marcus Rashford á heimleið vegna meiðsla

Gunnar niður um eitt sæti á styrk­leika­lista UFC

Auglýsing