NBA

Var þetta stoðsending ársins hjá LeBron? | Myndband

LeBron James lék á hálft Lakers-liðið með einföldu bragði í nótt og átti blinda stoðsendingu á Ante Zizic en það voru tilþrif kvöldsins þrátt fyrir tap Cavaliers.

LeBron sló á létta strengi í upphituninni í nótt.

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers mættu Los Angeles Lakers í borg englanna í nótt en þrátt fyrir stórleik LeBron voru það heimamenn sem unnu 127-113 sigur en Lakers hafa unnið sjö af síðustu tíu.

Töluverð eftirvænting var eftir leiknum enda talið að Lakers sé eitt þeirra liða sem LeBron sé með augastað á þegar hann getur sagt upp samningi sínum í sumar.

Þrátt fyrir að LeBron hafi gælt við þrefalda tvennu með 24 stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar voru það ungu leikmenn Lakers með Julius Randle fremstan í flokki (36 stig, 14 fráköst) sem unnu leikinn.

Þótt að Cavaliers hafi tapað átti LeBron fallegustu tilþrif kvöldsins þegar hann fíflaði vörn Lakers og sendi boltann blindandi (e. no-look) á liðsfélaga sinn Ante Zizic undir körfunni sem tróð fyrir tveimur stigum.

Myndband frá þessari stoðsendingu má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Tryggvi æfði með Phoenix Suns

NBA

James tók framúr Jordan

NBA

Durant magnaður og Golden State einum sigri frá titlinum

Auglýsing

Nýjast

HM 2018 í Rússlandi

Króatar senda mann heim sem neitaði að koma inn á

Sport

Hann spáir 37 stiga hita þegar Ísland mætir Nígeríu

HM 2018 í Rússlandi

Maradona æfur: Þetta var skandall

HM 2018 í Rússlandi

Neitaði að taka við verðlaunum fyrir mann leiksins

Fótbolti

Um­deildri brons­styttu af Ron­aldo skipt út fyrir nýja

HM 2018 í Rússlandi

Svipta Pogba markinu gegn Ástralíu

Auglýsing