Hin 28 ára gamla Shericka Jackson sigraði í úrslitum í 200 metra hlaupi kvenna á HM í frjálsum íþróttum í Eugene í Bandaríkjunum í nótt.

Jackson hljóp á 21,45 sekúndum og var þar með ellefu sekúndubrotum frá heimsmeti Florence Griffith-Joyner. Heimsmetið er frá 1988.

Jackson bætti jafnframt sjö ára gamalt mótsmet með hlaupinu í nótt.

Shelly Ann Fraser-Pryce hlaut silfurverðlaun í hlaupinu. Í þriðja sæti, bronssætinu, hafnaði Dina Asher-Smith.