Sérstök æfing myndbandsdómara verður á Laugardalsvelli daginn fyrir leik Íslands og Rúmeníu þann 26. mars næstkomandi.

Þetta kom fram á fundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Notast verður við myndbandsdómgæslu í leik á Íslandi í fyrsta sinn þegar Strákarnir okkar taka á móti Rúmenum í umspili upp á sæti á EM 2020.

Búnaðurinn verður því prófaður daginn fyrir leik.