Íslenska karlalandsliðið í handbolta karla getur tryggt sér farseðilinn í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Slóvakíu og Ungverjalandi í upphafi næsta árs þegar liðið sækir Litáen heim í Avia Solutions Group-höllina í Vilnius klukkan 16.00 í dag.

Leikurinn er liður í næst síðustu umferð undankeppninnar en íslenska liðið er fyrir umferðina á toppi riðilsins með sex stig eftir fjóra leiki. Ísland þarf eitt stig í leiknum í dag til þess að komast í lokakeppni mótsins

Íslenska liðið flaug frá Tel Aviv til Vilnius í gær og æfði saman í fyrsta skipti í þessum landsliðsglugga. Ísland vann öruggan 30-20 sigur gegn Ísrael í síðustu umferð undankeppninnar.

Ísland hefur verið með í síðustu ellefu lokakeppnum Evrópumóta, frá árinu 2000. Íslenska liðið vann afar sannfærandi 36-20 sigur í fyrri leik liðsins gegn Litáen í Laugardalshölinni í byrjun nóvember á síðsta ári