Manchester United spilar á sunnudag góðgerðarleik gegn Bayern München í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá sigrinum ótrúlega í Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Flestar af goðsögnum félaganna munu mæta en landsliðsþjálfararnir Ryan Giggs og Phil Neville komast ekki vegna starfa sinna.

Sir Alex Ferguson mun stýra liðinu ásamt sínum hundtrygga aðstoðarmanni Steve McLaren og Bryan Robson verður þjálfari. Gary Neville, David Beckham, Paul Scholes og Nicky Butt, Peter Schmeichel, Dennis Irwin og Jaap Stam hafa allir boðað þátttöku sína.

Hjá Bayern má finna nöfn eins og Sammy Kuffour, Markus Babbel, Christian Nerlinger, Lothar Matthäus og Stefan Effenberg.