Momiji er 63 dögum eldri en Marjorie Gestring þegar Gestring vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936.

Hin japanska Momiji fékk 15.26 stig fyrir brögðin þrjú sem hún sýndi og hafði þar með betur gegn jafnaldra sínum, hinni þrettán ára gömlu Rayssa Leal frá Brasilíu sem fékk 14.64 stig.

Í þriðja sæti varð önnur japönsk stúlka, Nakayama Funa sem er aðeins sextán ára gömul.

Þetta voru fimmtu gullverðlaun Japans á Ólympíuleikunum og unnu heimamenn götuhjólabrettakeppnina í karla- og kvennaflokki.