Duffy náði að halda í við fremstu þátttakendur framan af hlaups og tókst að ná forskotinu á lokakafla þríþrautarinnar.

Þetta er í fjórða skiptið sem Duffy keppir í þríþraut á Ólympíuleikunum en hún náði ekki að klára keppni í Beijing árið 2008.

Með því er hún fyrsta manneskjan frá Bermúda sem vinnur til gullverðlauna á Ólympíuleikunum.

Það búa aðeins 62 þúsund manns á eyríkinu Bermúda sem gerir þjóðina þá fámennustu til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum.