Roy Hodgson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, bað Wayne Rooney, sem var þá fyrirliði enska landsliðsins, um að tala við Jamie Vardy, liðsfélaga sinn í landsliðinu um vandamál tengd eiginkonu þess síðastnefnda á meðan á EM í knattspyrnu stóð árið 2016. Athygli sem Rebekah Vardy var farinn að draga að sér og landsliðinu var farin að hafa áhrif og truflanir utan vallar.

Frá þessu greindi Wayne Rooney í dómssal í dag en þar er tekið fyrir meiðyrðamál Rebekuh Vardy gegn Coleen Rooney, eiginkonu Waynes. Rebekah Vardy er eiginkona Jamie Vardy, leikmanns Leicester City og fyrrum landsliðsmanns Englands.

Umrætt Evrópumót er mótið þar sem að Englendingar töpuðu fyrir Íslendingum í 16-liða úrslitum í úrslit sem vöktu heimsathygli.

Wayne Rooney sagði frá því í dómssal í dag að þetta hefði verið vandræðalegt umræðuefni sem hann þurfti að bera undir liðsfélaga sinn en ítrekuð fréttamál tengd Rebekuh Vardy höfðu skotið upp kollinum á meðan á Evrópumótinu stóð.

,,Ég þufti að ræða við Herra Vardy og biðja hann um að biðja eiginkonu sína um að róa sig."

Rebekah Vardy hafði áður sagt á fyrri stigum dómsmálsins að Wayne Rooney hefði aldrei átt þetta samtal við eiginmann hennar, Jamie Vardy en Rooney segir það 100% að samtalið hafi átt sér stað.