Eden Hazard verður frá næstu vikurnar og tekur því ekki þátt í fyrri Clasico leik ársins gegn Barcelona í næstu viku.

Belgíski kantmaðurinn brákaði bein í fætinum gegn PSG á dögunum og er ekki von á honum inn á völlinn fyrr en eftir áramót.

Hazard hefur átt erfitt uppdráttar í treyju Real Madrid eftir að félagið keypti hann frá Chelsea í sumar fyrir hundrað milljónir punda.

Honum var ætlað að fylla skarð Cristiano Ronaldo en þyngdarvandamál og meiðsli hafa komið í veg fyrir að Hazard hafi náð að sýna sitt rétta andlit.