Barton neitaði sök í málinu og niðurstaða kviðdóms við Sheffield United Crown Court dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að Barton yrði sýknaður af kröfum Stendels.

Málið teygir anga sína aftur til apríls árið 2019. Barton var þá knattspyrnustjóri Fleetwood Town og myndskeið sýndi hann hlaupa á eftir Daniel Stendal, þáverandi knattspyrnustjóra Barnsley, inn leikmannagöngin eftir 4-2 sigur Barnsley í viðureign liðanna.

Barton var gefið að sök að hafa orðið valdur af falli Stendel sem hlaut áverka á andliti. Hann segist hins vegar hafa hlaupið inn leikmannagöngin til þess að vera á undan liði sínu í búningsklefann. Barton segist ekki hafa verið meðvitaður um hvað hefði gerst fyrir Stendel á þessum tíma.

Stendel segir að Barton hafi verið eina manneskjan sem hann hafi séð þegar að hann leit upp eftir að hafa verið ýtt fram fyrir sig á járnrör. Þá sagði einstaklingur úr starfsliði Barnsley fyrir dómi að hann væri í engum vafa um að Barton væri ábyrgur fyrir falli Stendels.