Vanda Sigur­geirs­dóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði og fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, er sú eina sem býður sig fram til for­mennsku í bráðabirgðastjórn Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands.

Fram­boð mega ekki berast seinna en viku fyrir auka­þing eða í síðasta lagi laugar­daginn 25. septem­ber. Vanda verður þvísjálf­kjörinn for­maður sam­bandsins á auka­þinginu 2. októ­ber næst komandi.

Þá hafa átta fram­boð borist fyrir sæti í stjórninni og eru þar átta em­bætti sem standa til boða. Sömu­leiðis hafa þrír boðið sig fram í vara­stjórn KSÍ og standa þar þrjú sæti til boða. Það má því á­ætla að það verði ekki mikill hasar í kosningunum að sinni.

Stjórnin sem verður kosin á þessu auka­þingi mun starfa til bráða­birgða fram að næsta knatt­spyrnu­þingi sem haldið verður í febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram á vef­síðu KSÍ.