Vanda Sigur­geirs­dóttir hyggst bjóða sig fram til formanns KSÍ. Vanda greindi frá þessu á Face­book.

Vanda hlaut fálka­orðuna um ára­mótin fyrir fram­lag sitt til kvenna­fót­boltans og bar­áttu gegn ein­elti. Hún lék fyrir ÍA og Breiða­blik og hélt svo út í at­vinnu­mennsku.

Vanda var meðal annars fyrst ís­lenskra kvenna til að taka við karla­liði í fót­bolta þegar hún var ráðin við stjórn­völinn hjá Neista í Hofs­ósi. Þá lék hún fyrir lands­liðið og þjálfaði það síðan eftir tvö ár hjá Breiða­bliki.

„Ég hef á­kveðið að bjóða mig fram til formanns Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands. Ég hef fengið fjölda á­skorana frá fjöl­skyldu og vinum, frá fjöl­breyttum hópi fólks í sam­fé­laginu og úr knatt­spyrnu­hreyfingunni sjálfri,“ skrifar Vanda á Face­book.

„Ég er mjög þakk­lát fyrir þessa hvatningu. Þetta var ekki ein­föld á­körðun en af vand­lega í­huguðu máli á­kvað ég bjóða mig fram. Mér þykir vænt um þessa hreyfingu og hef verið partur af henni stóran hluta ævi minnar. Ég tel að ég sé vel til þess fallinn að leiða þá vinnu sem fram­undan er.“