Þrír leikir fóru fram í fyrstu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu kvenna í kvöld. Tindastóll gerði 1-1 jafntefli við Þrótt í fyrsta leik sínum í sögunni í efstu deild kvenna í knattspyrnu.

Hugrún Pálsdóttir kom Tindastóli yfir en Katherine Amanda Cousins sá til þess að Þróttur færi með eitt stig frá leik liðanna sem fram fór á Sauðárkróki.

Brenna Lovera skoraði tvö marka Selfoss þegar liðið lagði hina nýliða deildarinnar, Keflavík, að velli með þremur mörkum gegn engu suður með sjó. Hólmfríður Magnúsdóttir sem hætti við að hætta nýverið bætti svo þriðja marki Selfyssinga við.

Á Origo-vellinum að Hlíðarenda mættur svo Valur og Stjarnan. Heimakonur fóru með 2-0 sigur af hólmi en Ída Marín Hermannsdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir, sem gekk til liðs við Val fyrir tímabilið, sáu um markaskorun Valsliðsins.

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnunar en lengra komust gestirnir ekki og sigur Vals staðreynd.

Í gær gjörsigraði Breiðablik, sem er ríkjandi Íslandsmeistari Fylki, og Þór/KA sóttir þrjú stig í greipar ÍBV til Vestmannaeyja.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins, var á Valsvellinum í kvöld og smellti af myndunum sem sjá má hér að neðan.