Val­ur tryggði sér í gær Reykja­vík­ur­meist­aratitilinn í knatt­spyrnu kvenna með því að gera 2-2 jafntefli gegn KR í lokaum­ferð móts­ins. 

Fyrra mark Vals í leiknum var sjálfsmark Þór­unnar Helgu Jóns­dótt­ur fyr­irliða KR og Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir kom Val 2-0 yfir í leiknum.

Fehima Líf Purisevic og Katrín Ómars­dótt­ir jöfnuðu hins vegar metin fyrir KR undir lok leiksins og jafntefli varð niðurstaðan. 

Þetta voru fyrstu stigin sem Valur tapaði á mótinu, en liðið endaði með með 13 stig og varð stigi á undan Fylk­ir varð í öðru sæti. Fylkir vann 8-1 sigur gegn Fjölni í lokaumferðinni.