Valur er einn á toppi Olísdeildar kvenna í handbolta eftir öruggan 23-16 sigur liðsins í gegn ÍBV í fyrsta leik 11. umferðar deildarinnar að Hlíðarenda í kvöld.  

Liðin voru jöfn að stigum með 15 stig á toppi deildairnnar fyrir leik kvöldsins, en það var fljótlega ljóst að Valskonur voru staðráðnar í að sækja stigin tvö sem í boði voru

Eftir öfluga byrjun þar sem öflug vörn, góð markvarsla Írisar Bjarkar Símonardóttur og vel smurður sóknarleikur komu saman var staðan 13-5 heimakonum í vil.

Heimakonur létu hins vegar ekki deigan síga og komu sér inn í leikinn með góðum endaspretti í lok fyrri hálfleiks og sterkri byrjun í seinni hálfleik. 

Eftir að Eyjakonur höfðu minnkað muninn í tvö mörk í stöðunni 13-11 í uppafi seinni hálfleiks náðu leikmann Vals vopnum sínum á nýjan leik. 

Þegar upp var staðið fór Valur með öruggan sigur af hólmi, en lokatölur í leiknum urðu 23-16 Val í vil sem hefur nú tveggja stiga forskot á ÍBV á toppnum. 

Sandra Erlingsdóttir var markahæst hjá Val með sex mörk, en Ragnhildur Edda Þórðardóttir kom næst með fjögur og Írís Björk varði hátt í 20 bolta í marki liðsins. 

Arna Sif Pálsdóttir var hins vegar atkvæðamest hjá ÍBV með fimm mörk og Sunna Jónsdóttir kom þar á eftir með fjögur og Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði tæplega tíu skot í marki gestanna úr Vestmannaeyjum.