Handbolti

Valur upp að hlið toppliðanna

​Valsmenn unnu tveggja marka sigur 26-24 á Haukum og komust með því upp að hlið Hauka og Selfyssinga þegar deildarkeppnin í Olís-deild karla er hálfnuð.

Róbert Aron Hostert átti góðan leik fyrir Val í sigrinum gegn Haukum. Fréttablaðið/Ernir

Valsmenn unnu tveggja marka sigur 26-24 á Haukum og komust með því upp að hlið Hauka og Selfyssinga þegar deildarkeppnin í Olís-deild karla er hálfnuð.

Þá vann ÍBV lífsnauðsynlegan sigur á Fram fyrr í kvöld og lyftu Eyjamenn sér upp fyrir Fram í níunda sætið eftir að hafa tapað síðustu fjórum þar áður.

Í Origo-höllinni voru heimamenn í liði Vals með frumkvæðið stærstan hluta leiksins en Haukar gáfust ekki upp og náðu að jafna metin þegar fimm mínútur voru til leiksloka í stöðunni 22-22.

Valsliðið reyndist sterkara á lokasprettinum og luku leiknum á 4-2 spretti þar sem Agnar Smári Jónsson reyndist Valsliðinu drjúgur.

Í Vestmannaeyjum voru það gestirnir úr Safamýrinni sem voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik en Eyjaliðið náði að innbyrða 29-28 sigur á lokakafla leiksins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Handbolti

ÍBV með tvo sigra í röð | KA vann nágrannaslaginn

Handbolti

Frakkar minntu hressilega á sig

Auglýsing

Nýjast

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Gunnar sigraði and­stæðinginn al­blóðugan

Auglýsing