Knattspyrnudeild Vals og Tryggvi Hrafn Haraldsson hafa komist að samkomulagi um að Tryggvi Hrafni muni leika með félaginu en samningur hans við Hlíðarendafélagið er til þriggja ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Valsmenn sendu frá sér síðdegis í dag.

Þessi öflugi leikmaður sem fæddur er árið 1996 lék 17 leiki með ÍA á síðustu leiktíð og skoraði í þeim leikjum 13 mörk. Hann á að baki 72 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim leikjum 25 mörk.

Tryggvi Hrafn hefur einnig leikið með sænska liðinu Halmstad á ferli sínum. Hann gekk til liðs við Lilleström í Noregi í sumar og lék með þeim 11 leiki og gerði fjögur mörk. Lilleström tryggði sér sæti í efstu deild á nýloknu keppnistímabili þar í landi

Skagamaðurinn sókndjarfi á að baki 13 landsleiki með U-21 árs landsliðinu og fjóra leiki með A-landsliði Íslands. Hefur hann skorað i þeim leikjum tvö mörk.