Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals.

Arna Sif er 29 ára varnarmaður sem kemur til félagsins frá Þór/KA en hún spilaði með Val árin 2016 og 2017.

Hún er reynslumikill varnarmaður sem hefur leikið 227 leiki í efstu deild og skorað í þeim 40 mörk.

Þá hefur hún spilað í Svíþjóð, á Ítalíu og í Skotlandi. Arna Sif hefur leikið 12 A landsleiki og 40 yngri landsleiki fyrir Ísland.