Handbolti

Valur stigi frá deildar­meistara­titlinum

Valur nýtti sér bikarþynnku Fram og skaust á topp Olís-deildar kvenna. Valskonum nægir jafntefli gegn Haukum í lokaumferðinni til að verða deildarmeistarar.

Valur er aftur kominn á topp OIís-deildar kvenna. Fréttablaðið/Vilhelm

Haukar svöruðu fyrir tapið í bikarúrslitaleiknum um helgina með því að vinna Fram, 25-21, í 20. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld var Fram búið að vinna 10 leiki í röð í deild og bikar.

Berta Rut Harðardóttir skoraði átta mörk fyrir Hauka og Karen Helga Díönudóttir fimm.

Með sigrinum komust Haukar upp í 2. sæti deildarinnar og sendu Fram niður í 3. sætið.

Valur nýtti sér mistök Fram og skaust á toppinn með auðveldum sigri á botnliði Gróttu, 30-18. Morgan Marie Þorkelsdóttir skoraði sex mörk fyrir Valskonur.

ÍBV rúllaði yfir Stjörnuna á heimavelli, 37-23, og Fjölnir vann gríðarlega mikilvægan sigur á Selfossi, 21-24.

Fjölnir og Grótta mætast í lokaumferðinni í leik sem sker úr um það hvort liðið fellur. Fjölni dugar jafntefli til að enda í 7. sæti og fara í umspil um áframhaldandi sæti í Olís-deildinni á meðan Grótta verður að vinna.

Valur er með 32 stig á toppnum, tveimur stigum á undan Haukum, Fram og ÍBV sem eru öll með 30 stig. Valskonur mæta Haukum í lokaumferðinni og nægir jafntefli til að verða deildarmeistarar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Svekktur og sáttur á sama tíma

Handbolti

Bruce áfram við stjórnvölin hjá Birki og félögum

Handbolti

Guðmundur á leið á sitt 22. stórmót

Auglýsing

Nýjast

Fram fer vel af stað

ÍR nældi í sín fyrstu stig í vetur

Liverpool áfram taplaust á toppnum

Magni sendi ÍR niður um deild

Nýliðarnir unnu báðir í leikjum sínum

Berglind Björk skoraði tvö og varð markahæst

Auglýsing