Handbolti

Valur stigi frá deildar­meistara­titlinum

Valur nýtti sér bikarþynnku Fram og skaust á topp Olís-deildar kvenna. Valskonum nægir jafntefli gegn Haukum í lokaumferðinni til að verða deildarmeistarar.

Valur er aftur kominn á topp OIís-deildar kvenna. Fréttablaðið/Vilhelm

Haukar svöruðu fyrir tapið í bikarúrslitaleiknum um helgina með því að vinna Fram, 25-21, í 20. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld var Fram búið að vinna 10 leiki í röð í deild og bikar.

Berta Rut Harðardóttir skoraði átta mörk fyrir Hauka og Karen Helga Díönudóttir fimm.

Með sigrinum komust Haukar upp í 2. sæti deildarinnar og sendu Fram niður í 3. sætið.

Valur nýtti sér mistök Fram og skaust á toppinn með auðveldum sigri á botnliði Gróttu, 30-18. Morgan Marie Þorkelsdóttir skoraði sex mörk fyrir Valskonur.

ÍBV rúllaði yfir Stjörnuna á heimavelli, 37-23, og Fjölnir vann gríðarlega mikilvægan sigur á Selfossi, 21-24.

Fjölnir og Grótta mætast í lokaumferðinni í leik sem sker úr um það hvort liðið fellur. Fjölni dugar jafntefli til að enda í 7. sæti og fara í umspil um áframhaldandi sæti í Olís-deildinni á meðan Grótta verður að vinna.

Valur er með 32 stig á toppnum, tveimur stigum á undan Haukum, Fram og ÍBV sem eru öll með 30 stig. Valskonur mæta Haukum í lokaumferðinni og nægir jafntefli til að verða deildarmeistarar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Newcastle að bæta við leikmönnum

Handbolti

Segja að Albert sé að íhuga framtíð sína hjá Fylki

Handbolti

De Jong að semja við Barcelona

Auglýsing

Nýjast

Ágætis byrjun hjá Arnari og Eiði

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Næstu Ólympíu­leikar þeir síðustu hjá Si­mone Biles

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Auglýsing