Dregið var í Evrópubikarnum í handbolta kvenna og karla í morgun. Valur sem er ríkjandi deildarmeistari er fulltrúi Íslands í þeirri keppni að þessu sinni kvennamegin og Afturelding hjá körlunum.

Valskonur drógust gegn spænska liðinu Rincon Fertilidad Malaga sem hafnaði í fimmta sæti í spænsku efstu deildinni þegar keppni var hætt á síðasta keppnistímabili.

Fyrri leikir liðanna á að fara fram annað hvort 10. eða 11. október og seinni leikurinn síðan viku seinna. Valur hefur leik í Olísdeild kvenna með því að fá Hauka í heimsókn í Origo-höllina laugardagnn 12. september.

Mótherjar Aftureldingar í annarri un Evrópikarsins í karlaflokki eru Granitas Kaunas frá Litháen, fyrri leikur þeirra fer fram helgina 14. - 15. nóvember en síðari leikurinn viku seinna.

Mosfellingar sem munu leika undir stjórn Gunnars Magnússonar í vetur etja kappi við nýliðana, Þór Akureyri, að Varmá í fyrstu umferð Olísdeildar karla finmtudaginn 10. september.