Aga- og úrskurðarnefnd evrópska handboltasambandsins, EHF, hefur úrskurðað að handboltadeild Vals beri að greiða liðlega 150.000 íslenskar krónur í sekt vegna háttsemi Snorra Steins Guðjónssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, eftir leik liðsins gegn Lemgo í Evrópudeildinni í síðustu viku.

Snorri Steinn vatt sér full hressilega upp að eftirlitsmanni EHF að leik loknum og kom athugasemdum sínum um dómara leiksins til skila á helst til kraftmikinn hátt að mati aganefndar sambandsins.

Um var að ræða fyrri leik liðannna í umspili úm sæti í riðlakeppni Evópudeildarinnar en eftir sveiflukenndan leik fór Lemgo með eins marks sigur af hólmi.

Bjarki Már Elísson og liðsfélagar hans hjá Lemgo fá Valsmenn í heimsókn Lipperlandhalle í seinni leiknum annað kvöld.