Valur og Breiðablik munu leika í Meistaradeild Evrópu í knattpsyrnu kvenna á næsta keppnistímabili.

Ísland hefur síðustu ár verið með einn fulltrúa í Meistaradeildinni en Valur mun taka þátt í keppninni á komandi tímabili. Dregið verður í fyrstu umferð undankeppninnar 22. október næstkomandi. Valur þarf að komast í gegnum tvær umferðir til þess að komast í 32 liða úrslit keppninnar.

Leiktíðina 2021 til 2022 verður fyrirkomulaginu á Meistaradeild kvenna breytt en þá verður leiknar tvær umferðir í undankeppni keppninnar. Þar á eftir verða spilað í fjörum fjögurra liða riðlum og svo í átta liða úrslitakeppni.

Góður árangur íslenska félagsliða í Meistaradeildinni undanfarin ár hefur fleytt Íslandi upp í 15. sæti í styrkleikalista félagsliða hjá UEFA sem notaður er til þess að ákvarða fjölda sæta í keppninni. Þar með hefur sætum Íslands í Meistaradeildinni fjölgað úr einu í tvö.

Valur sem trónir á toppi Íslandsmótsins með 37 stig og Breiðablik sem er sæti neðar með stigi minna hafa tryggt sér tvö efstu sæti deildarinnar og þar af leiðandi sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar.