Valur og Breiðablik verða í efri styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun. Líklegt er að ansi erfiðir andstæðingar bíði Blika í umspilinu.

Líkt og í fyrra er um að ræða tvær umferðir af fjögurra liða undankeppnum þar sem eitt lið kemst áfram í hvort skiptið. Komist íslensku liðin áfram í bæði skiptin verða þau meðal þáttttökuliða í riðlakeppninni.

Valur fer í efri styrkleiakflokk í umspili meistaraliða og gæti því mætt meistaraliðum frá Makedóníu, Slóvakíu og fleiri þjóða. Sterkasta liðið sem Valur gæti mætt er Rangers frá Skotlandi á fyrsta stigi.

Breiðablik aftur á móti gæti mætt félögum á borð við Eintracht Frankfurt með Alexöndru Jóhannsdótur innanborðs, Íslendingaliði Kristianstad frá Svíþjóð og Rosenborg sem Selma Sól Magnúsdóttir er á mála hjá ásamt fleiri liðum.-

Hér fyrir neðan má sjá styrkleikaröðunina fyrir fyrra stig undankeppninnar.

Landsmeistarar (e. Champions path)

Efri styrkleikaflokkur Neðri styrkleikaflokkur

1 Juventus (ITA) 23. Rangers (SCO)

2 Shymkent (KAZ) 24. Lanchkuti (GEO)

3 St. Pölten (AUT) 25. Split (CRO)

4 Zürich (SUI) 26. Racing FC Union (LUX)

5 Gintra (LTU) 27. KÍ Klaksvík (FRO)

6 S. Subotica (SRB) 28. Shelbourne (IRL)

7 Vllaznia (ALB) 29. Birkirkara (MLT)

8 Twente (NED) 30. Swansea (WAL)

9 Benfica (POR) 31. Qiryat Gat (ISR)

10 Apollon (CYP) 32. ALG Spor (TUR)

11 Anderlecht (BEL) 33. Sfk Riga (LVA)

12 SFK Sarajevo (BIH) 34. Agarista CSF Anenii (MDA)

13 Olimpia Cluj (ROU) 35. Glentoran (NIR)

14 Kharkiv (UKR) 36. UKS SMS Lodz (POL)

15 Valur (ISL) 37. KuPS Kuopio (FIN)

16 Ferencváros (HUN) 38. Hayasa (ARM)

17 PAOK (GRE) 39. Lokomotiv Stara Zagora (BUL)

18 Pomurje Beltinci (SVN) 40. Hajvalia (KOS)

19 Breznica (MNE) 41. Spartak Myjava (SVK)

20 Dinamo-BSUPC (BLR) 42. Ljuboten (MKD)

21 Flora Tallinn (EST)

22 Brann (NOR)

Deildarleiðin (e. League path)

Efri styrkleikaflokkur Neðri styrkleikaflokkur

1 Manchester City (ENG) 9. Eintracht Frankfurt (GER)

2 Glasgow City (SCO) 10 Servette FCCF (SUI)

3 Fortuna Hjørring (DEN) 11 Kristianstad (SWE)

4 Real Madrid (ESP) 12 Slovácko (CZE)

5 FC Minsk (BLR) 13 Sturm Graz (AUT)

6 Ajax (NED) 14 Rosenborg (NOR)

7 Breidablik (ISL) 15 Roma (ITA)

8 Paris FC (FRA) 16 Tomiris-Turan (KAZ)