Ljóst var í morgun hvaða liðum Vals­menn í hand­bolta mæta í Evrópu­deildinni í vetur. Þar á meðal er þýska stór­liðið Flens­burg og Sví­þjóðar­meistarar Ystad, fé­lag sem hefur mikla tengingu við ís­lenskan hand­bolta eftir afar um­deilt mál í tengslum við ein­vígi liðsins gegn Víkingi Reykja­vík árið 1978 þar sem stuldur á jóla­tré kom við sögu.

Í­þrótta­frétta­maðurinn marg­reyndi, Guð­jón Guð­munds­son vekur at­hygi á þessari stað­reynd og tengingu Ystad við ís­lenskan hand­bolta í færslu á sam­fé­lags­miðlinum Twitter í dag eftir að ljóst varð að Vals­menn myndu mæta fé­laginu í Evrópu­deildinni.

Fjallað var um málið í helgar­blaði DV þann 20. febrúar 1988. Víkingar höfðu tíu árum áður unnið sænska liðið Ystad með tveimur naumum sigrum. Þeir sigrar hafi hins vegar dugað skammt.

Fyrirsögn á frétt DV sem rifjaði upp málið árið 1988
Mynd: Skjáskot

Nokkrir sigur­reifir Víkingar höfðu, eftir veislu sem var þeim haldin til heiðurs í Sví­þjóð eftir af­rekið, gripið með sér jóla­tré af staðnum og farið með það upp á liðs­hótel.

Þetta at­hæfi Víkinga fór greini­lega í skapið á þá­verandi stjórnar­manni Al­þjóða hand­knatt­leiks­sam­bandsins, Svíanum Kurt Wa­dmark, sem að sögn DV tókst að: „bola Víkingum úr keppni með að­stoð hand­genginna manna.“

Blaða­maður DV á þeim tíma segir af­rek Kurt hljóta að teljast nokkurt þar sem gjörningur Víkinga hafi ekki verið í neinu sam­bandi við leikinn sjálfan. Þá hafi Svíinn einnig bent á slysa­legt rúðu­brot sem á að hafa átt sér stað.

Páll Björg­vins­son, var leik­maður Víkinga í leiknum gegn Ystad og í við­tali við DV árið 1988 lýsir hann mála­vendingunum sem „mestu sorgar­sögu sem hefur hent Víkinga.“

Um mjög ó­rétt­látan dóm hafi verið að ræða því þarna hafi ekkert gerst sem kom leiknum við Ystad beint við.