Valur vann RK Porec frá Króatíu í einvígi liðanna á dögunum sem kom Valsmönnum áfram á næsta stig keppninnar.

Næsta verkefni Valsmanna verður ærið en þá mætir Valur þýsku bikarmeisturunum í Lemgo.

Í liði Lemgo er meðal annars að finna landsliðsmanninn Bjarka Má Elísson.

Fyrri leikur liðanna fer fram í Origo höllinni þriðjudaginn 21. september nk. en síðari leikurinn fer fram í Lemgo viku síðar.