Knattspyrnufélagið Valur og norska liðið Sarpsborg 08 hafa náð samkomulagi um félagaskipti Orra Sigurðar Ómarssonar frá norska liðinu á Hlíðarenda. 

Orri Sigurður er þar af leiðandi að ganga til liðs við sína gömlu félaga, en hann kom til Vals frá danska liðinu AGF árið 2015 og varð strax einn af lykilleikmönnum félagsins. 

Hann hefur bæði orðið Íslands-og bikarmeistari með Val.

Sarpsborg 08 keypti Orra Sigurð frá Val haustið 2017 og nú kaupir Valur hann tilbaka þaðan.

Orri hefur leikið 65 leiki með Val í deild og bikar og 67 leiki með yngri landsliðum Íslands ásamt því að hafa leikið 4 A-landsleiki.