Íslenski boltinn

Valur kaupir Orra Sigurð af Sarpsborg

Karlalið Vals í knattspyrnu festi í dag kaup á miðverðinum Orra Sigurði Ómarssyni og skrifaði hann undir samning við félagið síðdegis í dag. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Vals.

Orri Sigurður Ómarrson mun leika með Valsmönnum á komandi keppnistímabili. Fréttablaðið/Andri Marínó

Knattspyrnufélagið Valur og norska liðið Sarpsborg 08 hafa náð samkomulagi um félagaskipti Orra Sigurðar Ómarssonar frá norska liðinu á Hlíðarenda. 

Orri Sigurður er þar af leiðandi að ganga til liðs við sína gömlu félaga, en hann kom til Vals frá danska liðinu AGF árið 2015 og varð strax einn af lykilleikmönnum félagsins. 

Hann hefur bæði orðið Íslands-og bikarmeistari með Val.

Sarpsborg 08 keypti Orra Sigurð frá Val haustið 2017 og nú kaupir Valur hann tilbaka þaðan.

Orri hefur leikið 65 leiki með Val í deild og bikar og 67 leiki með yngri landsliðum Íslands ásamt því að hafa leikið 4 A-landsleiki. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

Íslenski boltinn

Færeyingurinn Jákúp kemur aftur til FH

Íslenski boltinn

Æfingar hafnar á La Manga

Auglýsing

Nýjast

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Winks bjargaði Tottenham gegn Fulham

City með öruggan sigur á Huddersfield

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Auglýsing