Fótbolti

Svekkjandi tap hjá Val í Moldóvu

Valur laut í lægra haldi fyrir Sheriff með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í fyrri leik liðanna í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla í Tirapsol í kvöld.

Kristinn Freyr Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Val í Moldóvu í kvöld. Fréttablaðið/Þórsteinn

Valur gerði ágætis ferð til Tirapsol í Moldóvu í kvöld þar sem liðið mætti Sheriff í fyrri leik liðanna í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla. 

Valsmenn léku þéttan og agaðan varnarleik í leiknum og náðu að halda marki sínu hreinu allt fram undir lok leiksins þegar Ziguy Badibanga tryggði heimaliðinu 1-0-sigur. 

Hlíðarendapiltar léku án Birkis Más Sævarssonar og fyrirliða sína, Hauks Páls Sigurðssonar, í leiknum, en þeir tóku út leikbann í þessum leik og verða orðnir löglegur í seinni leik liðanna sem fram fer á Origo-vellinum að Hlíðarenda eftir slétta viku. 

Þá verður Ólafur Davíð Jóhannesson, þjálfari Vals, einnig búinn að afplána tveggja leikja bann sitt sem hann fékk fyrir að mótmæla dómgæslunni í seinni leik liðsins gegn Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

„Fann það strax að við gætum unnið saman“

Fótbolti

Andri Rúnar og félagar fara upp með sigri í kvöld

Fótbolti

„Allt til staðar til að gera góða hluti saman næstu árin“

Auglýsing

Nýjast

„Þakklátur fyrir þetta tækifæri sem KSÍ veitir mér“

Valskonur söxuðu á forskot Fram á toppnum

Özil stórkostlegur í sigri Arsenal á Newcastle

Jose Mourinho sleppur við kæru

Glódís og stöllur einum sigri frá meistaratitlinum

Jón Þór: Eigum að stefna á að komast á stórmót

Auglýsing