Karlalið Vals í handbolta mun ekki leika í Evr­ópu­deild­inni eins og liðið ætlaði gera. Er þekki ákvörðun tekin af stjórn handboltadeildar vegna þeirra ferðatak­mark­ana og sótt­varn­ar­á­kvæða sem yf­ir­völd hafa boðað að muni gilda næstu vikurnar. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá fé­lag­inu.

Vals­menn áttu að mæta Tvis-Hol­ste­bro í fyrstu um­ferð keppn­inn­ar í tveim­ur leikj­um í Dan­mörku í byrj­un sept­em­ber. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af þátttöku Valsliðsins í þeirri keppni að þessu sinni.

Yf­ir­lýs­ing Vals má lesa í heild sinni hér að neðan:

Vegna ferðatak­mark­ana og sótt­varn­ar­á­kvæða af völd­um kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins, sér stjórn hand­knatt­leiks­deild­ar Vals sér ekki fært annað en að draga karlalið sitt úr Evr­ópu­keppn­inni í hand­bolta í ár.Stjórn­in tel­ur þetta það eina ábyrga sem hægt er að gera í stöðunni eins og hún er í dag.

Stjórn­in vill ekki setja leik­menn­ina, fjöl­skyld­ur þeirra eða nokk­urn ann­an í óþarfa áhættu á því að smit­ast, eða smita aðra, af kór­ónu­veirunni. Hand­bolti er mik­il­væg­ur en ekki mik­il­væg­ari en líf og heilsa fólks.Framund­an eru svo spenn­andi leik­ir í keppn­um hér heima og þar ætl­ar karlalið Vals sér stóra hluti.