Handbolti

Valur getur komist á toppinn

Tveir leikir fara fram í Olísdeild karla í kvöld, en þar með lýkur 15. umferð deildarinnar. Valur getur komist á toppinn í sigri í leik sínum gegn ÍR og Selfoss getur komið sér nær toppsætinu með sigri gegn ÍBV.

Haukur Þrastarson og félagar hans hjá Selfossi mæta ÍBV í kvöld. Fréttablaðið/Eyþór

Sefoss og ÍBV annars vegar og ÍR og Valur hins vegar mætast í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. Með þessum tveimur leikjum lýkur 15. umferð deildarinnar. 

Valur getur með sigri í leik sínum gegn ÍR í Austurbergi farið á topp deildarinnar, en Valur og FH eru jöfn í öðru til þriðja sæti deilarinnar með 22 stig fyrir leikinn í kvöld. Haukar eru hins vegar í toppsætinu með 23 stig. 

Valur vann Stjörnuna í fyrstu umferð eftir jól á meðan ÍR gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum.

Selfoss sem fær ÍBV í heimsókn í Hleðsluhöllina er svo í fjórða sæti fyrir leiki kvöldsins með 20 stig og getur fikrað sig nær topppakkanum með sigri. ÍBV er hins vegar í harðri baráttu við Stjörnuna, ÍR og KA um sæti í úrslitakeppni deildarinnar í vor.

Selfoss vann dramatískan eins marks sigur gegn Aftureldingu í síðustu umferð, en þar skoraði Haukur Þrastarson sigurmark Selfyssinga undir lok leiksins.  

ÍBV er með 13 stig í sjötta sæti deildarinnar fyrir kvöldið, en Stjarnan, ÍR og KA jöfn að stigum með 12 stig í sætunum fyrir neðan. Átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Handbolti

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Handbolti

Halldór hættir með FH eftir tímabilið

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Auglýsing