Fótbolti

Valur gæti farið til Moldóvu eða Makedóníu

Dregið var í morgun um það hverjir verða móthverjar Vals í þriðju umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla takist liðinu að leggja Santa Coloma að velli í annarri umferðinni.

Anton Ari í leik með Val gegn KR fyrr í sumar. Fréttablaðið/Ernir

Nú liggur fyrir hverjir eru mögulegir mótherjar Vals í þriðju umferð Evr­ópu­deildar­ karla í knatt­spyrnu. 

Dregið var í þann hluta forkeppninnar í Evrópudeildinni sem samanstendur af þeim liðum sem komu inn í keppnina úr Meistaradeildinni í morgun. 

Ef Valur leggur Santa Coloma frá Andorra að velli í ann­arri um­ferðinni mæta þeir tapliðinu úr ein­vígi Shkëndija frá Makedón­íu og Sheriff frá Moldóvu í annari umferð í forkeppni Meist­ara­deild­arinnar. 

Vals­ar­ar spila fyrri leik­inn gegn Santa Coloma í annarri umferðinni  í Andorra á fimmtu­dag­inn kem­ur og svo seinni leikinn á Origo-vellinum að Hlíðar­enda viku seinna. 

Það kemur svo í ljós í hádeginu í dag hvejir eru mögulegir mótherjar FH og Stjörnunnar í þriðju umferðinni, en FH-ingar mæta ísraelska liðinu Hapoel Haifa í annarri umferðinni og Stjarnan FC Köbenhavn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Man.City kom til baka - Atlético í sterkri stöðu

Fótbolti

Kovac bað Klopp afsökunar eftir leik í gær

Fótbolti

Fyrrum leikmaður West Ham aftur dæmdur í fangelsi

Auglýsing

Nýjast

Valur vann þægilegan sigur gegn FH

Keflavík hafði betur í toppslagnum

Lanzini að snúa aftur

Fá lengri frest til að greiða fyrir Sala

Fær nýjan samning

Sarri ekki rætt við stjórn Chelsea

Auglýsing