Fótbolti

Valur gæti farið til Moldóvu eða Makedóníu

Dregið var í morgun um það hverjir verða móthverjar Vals í þriðju umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla takist liðinu að leggja Santa Coloma að velli í annarri umferðinni.

Anton Ari í leik með Val gegn KR fyrr í sumar. Fréttablaðið/Ernir

Nú liggur fyrir hverjir eru mögulegir mótherjar Vals í þriðju umferð Evr­ópu­deildar­ karla í knatt­spyrnu. 

Dregið var í þann hluta forkeppninnar í Evrópudeildinni sem samanstendur af þeim liðum sem komu inn í keppnina úr Meistaradeildinni í morgun. 

Ef Valur leggur Santa Coloma frá Andorra að velli í ann­arri um­ferðinni mæta þeir tapliðinu úr ein­vígi Shkëndija frá Makedón­íu og Sheriff frá Moldóvu í annari umferð í forkeppni Meist­ara­deild­arinnar. 

Vals­ar­ar spila fyrri leik­inn gegn Santa Coloma í annarri umferðinni  í Andorra á fimmtu­dag­inn kem­ur og svo seinni leikinn á Origo-vellinum að Hlíðar­enda viku seinna. 

Það kemur svo í ljós í hádeginu í dag hvejir eru mögulegir mótherjar FH og Stjörnunnar í þriðju umferðinni, en FH-ingar mæta ísraelska liðinu Hapoel Haifa í annarri umferðinni og Stjarnan FC Köbenhavn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Rúnar Alex og félagar eru með fullt hús stiga

Fótbolti

Glódís Perla skoraði í stórsigri

Fótbolti

Mark Svövu Rósar dugði skammt

Auglýsing

Nýjast

Haukur valinn bestur á EM

Kennie tryggði KR sigur gegn KA

Brighton lagði Man.Utd að velli

Íslenska liðið varð að sætta sig við silfur

Agüero kominn upp að hlið Fowler

Öll þrjú synda til úrslita síðdegis

Auglýsing