Kvennalið Vals mætir Slavia Prag í annari umferð undankeppni Meistaradeildarinnar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram hér heima.

Valur komst áfram úr fyrstu umferðinni með sigrum gegn Hayasa frá Armeníu og Shelbourne frá Írlandi.

Nú verður spilað tveggja leikja einvígi um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Fyrri leikurinn fer fram að Hlíðarenda 20. eða 21. september. Seinni leikurinn fer fram í Prag viku síðar.

Valur er eina íslenska liðið sem er eftir á þessu stigi keppninnar. Breiðablik datt út í fyrstu umferð.

Breiðablik fór einmitt alla leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrra.