Þegar hópur kvennalandsliðsins fyrir Evrópumótið í sumar var tilkynntur í dag kom í ljós hvaða félög fá greitt bætur fyrir þátttöku leikmanna sinna á Evrópumótinu.

Þrjú íslensk lið njóta góðs af því.

Þetta er í fyrsta skiptið sem slíkar bótagreiðslur standa til boða fyrir stórmót kvenna í knattspyrnu.

Félögin fá 500 evrur á dag fyrir hvern leikmann sem reiknast út sem tíu þúsund evrur að hið minnsta. Miðað við það eiga félögin von á 14500 evrum að hið minnsta eða rúmlega tvær milljónir á hvern einstakling.

Selfoss fær því rúmlega tvær milljónir fyrir þátttöku Sifjar Atladóttur, Valur sex milljónir fyrir þátttöku Söndru Sigurðardóttur, Elísu Viðarsdóttur og Elínar Mettu Jensen og Breiðablik fær fjórar milljónir fyrir þátttöku Telmu Ívarsdóttur og Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur