Knattspyrnudeild Vals kynnti í dag til leiks nýjan leikmann hjá karlaliði félagsins. Um er að ræða 19 ára danskan framherja, Kasper Högh, sem gengur í raðir félagins þegar félagaskiptaglugginn opnar 5. ágúst næstkomandi.

Högh er samningsbundinn Randers í Danmörku en hann kemur til Vals á lánssamningi sem gildir út yfirstandandi leiktíð.

Hann hefur leikur 17 leiki í dönsku úrvalsdeildinni með Randers og skorað í þeim leikjum eitt mark auk þess að hafa leikið fyrir U-18 og U-19 ára landslið Danmerkur.

Þessi efnilegi leikmaður hefur raðað inn mörkum fyrir U-19 ára lið Randers og skorað 48 mörk í 47 leikjum. Hann skrifaði undir fimm ára atvinnumannasamning við Randers sumarið 2019.

Honum er ætlað að veita samlanda sínum, Patrick Pedersen, samkeppni og liðsinni í fremstu víglínu hjá Valsliðnu en Pedersen fór meiddur af velli í sigri Vals gegn Fylki á dögunum og missti af sigurleiknum gegn Fjölni í síðustu umferð Íslandsmótsins vegna þeirra meiðsla.

Högh verður löglegur með Val þegar liðið mætir FH í næstu umferð Íslandsmótsins en sá leikur fer fram eftir slétta viku.