Dregið var í fyrstu um­ferð í undan­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í fótbolta karla í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.

Valur, sem er fulltrúi Íslands í keppninni að þessu sinni, mætir króatíska meistaraliðinu Dinamo Zagreb.

Fyrri leik­ur liðanna verður spilaður í Za­greb og seinni leik­ur­inn á Origo-vell­in­um á Hlíðar­enda.

Ef Valur fellur úr leik í þessu einvíg fer Valsliðið í aðra um­ferð Sam­bands­deild­ar Evr­ópu.