Knattspyrnudeild Vals hefur tilkynnt að félagið hafi samið við sænska vinstri bakvörðinn Johannes Vall um að leika með liðinu í sumar.

Vall spilaði síðast með Ljungskile í næstefstu deild í Svíþjóð en þar áður lék þessi 28 ára gamli leikmaður með Falkenberg og síðar Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni.

Þá hefur hann þar að auki leikið með Öster á ferli sínum.

Valsmenn, sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar etja kappi við Skagamenn í fyrstu umferð Íslandsmótsins fimmtudaginn 22. apríl næstkomandi.