Evrópudeild félagsliða í handbolta heldur áfram í kvöld eftir stutt hlé sem var tilkomið vegna HM í handbolta. Valsmenn verða í eldlínunni og er verkefni kvöldsins risavaxið, útileikur gegn þýska stórliðinu Flensburg í riðlakeppni deildarinnar.
Fyrir leik kvöldsins sitja Valsmenn í 4. sæti B-riðils með 5 stig, fimm stigum á eftir toppliði Flensburg.
Fjórða sæti riðilsins er jafnframt síðasta sæti hans sem tryggir sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.Valur og Flensburg mættust undir lok nóvember á síðasta ári á Hlíðarenda í leik þar sem þýska liðið fór með sigur af hólmi, 37-32.
Valsmenn hafa leikið 6 leiki í Evrópudeildinni til þessa, unnið tvo af þeimleikjum, gert jafntefli í einum og tapað þremur.
Leikur Flensburg og Vals hefst klukkan 19:45 í kvöld.