Evrópu­deild fé­lags­liða í hand­bolta heldur á­fram í kvöld eftir stutt hlé sem var til­komið vegna HM í hand­bolta. Vals­menn verða í eld­línunni og er verk­efni kvöldsins risa­vaxið, úti­leikur gegn þýska stór­liðinu Flens­burg í riðla­keppni deildarinnar.

Fyrir leik kvöldsins sitja Vals­menn í 4. sæti B-riðils með 5 stig, fimm stigum á eftir topp­liði Flens­burg.

Fjórða sæti riðilsins er jafn­framt síðasta sæti hans sem tryggir sæti í 16-liða úr­slitum keppninnar.Valur og Flens­burg mættust undir lok nóvember á síðasta ári á Hlíðar­enda í leik þar sem þýska liðið fór með sigur af hólmi, 37-32.

Vals­menn hafa leikið 6 leiki í Evrópu­deildinni til þessa, unnið tvo af þeim­leikjum, gert jafn­tefli í einum og tapað þremur.

Leikur Flens­burg og Vals hefst klukkan 19:45 í kvöld.