Körfubolti

Valsmenn geta fellt Blika

Tveir leikir fara fram í Domino's deild karla fara fram í kvöld. Breiðablik gæti fallið ef úrslit verða liðinu óhagstæð.

Dominique Rambo leikur sinn sjötta deildarleik fyrir Val í kvöld. Fréttablaðið/Ernir

Örlög Breiðabliks í botnbaráttu Domino's deildar karla í körfubolta gætu ráðist í kvöld. Ef Valur vinnur ÍR í fyrri leik kvöldsins er Breiðablik fallið.

Blikar töpuðu stórt fyrir Þórsurum í Þorlákshöfn í gær, 132-93, og eru aðeins með tvö stig á botni deildarinnar.

Valsmenn eru með tíu stig í 10. sætinu. Með sigri á ÍR-ingum á Hlíðarenda fara þeir upp í tólf stig. Blikar eiga þá ekki lengur möguleika á að ná þeim enda eiga þeir aðeins fjóra leiki eftir.

Með sigri í kvöld stígur Valur líka stórt skref í áttina að því að bjarga sér frá falli. Liðið verður þá fjórum stigum á undan Skallagrími og á eftir að mæta Breiðabliki sem hefur tapað 17 af 18 deildarleikjum sínum í vetur.

ÍR á hins vegar í harðri baráttu við Grindavík og Hauka um tvö síðustu lausu sætin í úrslitakeppninni. Ef ÍR-ingar vinna Valsmenn í kvöld verða þeir með 16 stig, jafn mörg og Grindvíkingar og Haukar.

Breiðhyltingar leggja væntanlega allt kapp á að vinna í kvöld því þeir eiga mjög erfiða leiki eftir. Í síðustu fjórum umferðunum mætir ÍR Tindastóli (heima), Njarðvík (úti), KR (heima) og Grindavík (úti).

Í hinum leik kvöldsins mætast Tindstóll og Stjarnan á Sauðárkróki. Þar mætast liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar.

Stólarnir hafa gefið verulega eftir að undanförnu og tapað fjórum af síðustu sex deildarleikjum sínum. Þeir eru með 24 stig í 3. sætinu, tveimur stigum á eftir Stjörnumönnum sem eru heitasta lið deildarinnar um þessar mundir. Garðbæingar hafa unnið níu leiki í röð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Jólasteikin fór illa með leikmenn Tindastóls

Körfubolti

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Körfubolti

Tuttugu ára bið eftir nýju lagi frá Shaq lokið

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing