Íslenski boltinn

Valsmenn bæta við sig öflugum leikmönnum

Karlalið Vals í knattspyrnu kynnti til leiks þrjá öfluga leikmenn i lið sitt á blaðamannafundi sem haldinn var í Lollastúku í Valsheimilinu síðdegis í dag.

Valsmenn fagna hér marki í leik síðasta sumar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Enski framherjinn Gary Martin, danski sóknartengiliðurinn Emil Lyng og samlandi hans Lasse Petry sem leikur alla jafna sem miðvallarleikmaður skrifuðu í dag undir samning við ríkjandi Íslandsmeistara í knattspyrnu Val.

Gary sem hefur leikið með ÍA, KR og Víkingi hér heima kemur til Vals frá norska liðinu Lilleström, Emil sem lék á sínum tíma með KA frá Haladás í Ungverjalandi og Lasse Petry sem er uppalinn hjá Nordsjælland kemur frá danska liðinu Lyngby. 

Samningur Gary við Val er til þriggja ára, Emil er samningsbundinn á Hlíðarenda næstu þrjú árin og Lasse Petry semur við Val til næstu tveggja keppnistímabila. 

Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Vals frá því að liðið lyfti Íslandsmeistaratitlinum síðsta haust. 

Andri Fannar Stefánsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Dion Acoff, Tobias Thomsen og Patrick Pedersen hafa horfið á braut. 

Til þess að fylla þeirra skörð hefur Hlíðarendaliðið klófest Kaj Leó frá Bartalsstovu, Birni Snæ Ingason, Garðar Bergmann Gunnlaugsson og nú fyrrgreinda þrjá leikmenn. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Færeyingurinn Jákúp kemur aftur til FH

Íslenski boltinn

Æfingar hafnar á La Manga

Íslenski boltinn

Felix Örn aftur til Vestmannaeyja

Auglýsing

Nýjast

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Leik lokið: Þýskaland 24 - 19 Ísland

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Auglýsing