Íslenski boltinn

Valsmenn aftur sektaðir vegna ummæla Ólafs

Aganefnd KSÍ komst að þeirri niðurstöðu í dag um að sekta Val um 75.000 krónur vegna ummæla Ólafs um dómara leiksins í leik KA og Vals í Pepsi-deild karla en þetta er í annað sinn sem aganefnd KSÍ sektar Val vegna ummæla Ólafs í sumar.

Ólafur hefur verið reglulega til umræðu hjá aganefndum í sumar, tvisvar inn á borði KSÍ og einu sinni hjá UEFA. Fréttablaðið/Eyþór

Aganefnd KSÍ komst að þeirri niðurstöðu í dag um að sekta Val um 75.000 krónur vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, um dómara leiksins í leik KA og Vals í Pepsi-deild karla.

Er þetta í þriðja sinn sem málefni Ólafs rata inn á borð aganefndar á þessu ári. Í byrjun sumars var félagið Valur sektað um 100.000 krónur vegna ásakana Ólafs um hagræðingu úrslita er hann stýrði liði Hauka í hlaðvarpsþætti Fotbolti.net

Síðar fékk hann tveggja leikja bann fyrir að gefa til kynna að úrslitum hefði verið hagrætt í leik Vals og Rosenborg í Meistaradeild Evrópu í sumar.

Ólafur var afar ósáttur að Einari Inga Jóhannessyni skyldi dæma leik Vals gegn KA fyrir norðan og gaf til kynna að Einar Ingi væri Stjörnumaður mikill sem hefði sett hann í vonda stöðu í samtali við Stöð 2 Sport eftir leik. 

Gaf hann til kynna að þetta væri óhagkvæmilegt eftir að hann hunsaði beiðnir Valsmanna um vítaspyrnu undir lok venjulegs leiktíma.

Sendi Valur frá sér tilkynningu síðar þar sem þeir stóðu við bakið með þjálfara sínum og gáfu til kynna að þetta hefði verið dómgreindarleysi hjá KSÍ. Í ljósi þess yrði KSÍ að taka tillit til forsendnanna.

Ákvað aganefnd KSÍ að sekta Val um 75.000 en að Ólafur skyldi ekki dæmdur í leikbann.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Höttur og Huginn sameinast

Íslenski boltinn

Valsmenn með pennann á lofti

Íslenski boltinn

Atli verður áfram í Kaplakrika

Auglýsing

Nýjast

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Auglýsing