Valskonur eru úr leik í Meistaradeild Evrópu þetta árið eftir tap gegn Glasgow City í vítaspyrnukeppni á Origo-vellinum í kvöld.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og tókst ekki að finna sigurvegara í framlengingu. Þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni á Valsvellinum.

Það þurfti að grípa til bráðabana eftir að staðan var jöfn að fimm vítaspyrnum loknum. Sandra Sigurðardóttir varði tvær spyrnur af fimm í byrjun og var staðan því 3-3 eftir fimm spyrnur á hvort lið.

Þegar komið var í bráðabana var það því miður hlutskipti Örnu Eiríksdóttur að brenna af á vítapunktinum þennan daginn en hún setti vítaspyrnuna í stöngina.

Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik voru það Skotarnir sem komust yfir í upphafi síðari hálfleiks.Leanne Crichton skoraði þá af stuttu færi eftir aukaspyrnu en Valskonur voru afar ósáttar að fá ekki aukaspyrnu dæmda í aðdragand marksins.

Þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka náði Mist Edvardsdóttir að jafna muninn af stuttu færi fyrir Val eftir hornspyrnu Hallberu Guðnýjar Gísladóttur.

Það þurfti því að grípa til framlengingu þar sem Valskonur voru líklegri til að finna sigurmarkið en Skotarnir en hvorugu liði tókst að finna netmöskvana.

Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni á Origo-vellinum í dag.