Handbolti

Valskonur söxuðu á forskot Fram á toppnum

Valur vann annan leik sinn í röð í Olís-deild kvenna og saxaði á forskot Fram á toppi deildarinnar með 23-18 sigri á Stjörnunni í 6. umferðinni í kvöld.

Íris Björk tók sjö bolta í kvöld. Fréttablaðið/Ernir

Valur vann annan leik sinn í röð í Olís-deild kvenna og saxaði á forskot Fram á toppi deildarinnar með 23-18 sigri á Stjörnunni í 6. umferðinni í kvöld.

Valskonur eru komnar með níu stig, aðeins stigi frá Fram en Stjarnan er áfram í sjöunda sæti deildarinnar með þrjú stig eftir sex leiki.

Jafnræði var með liðunum framan af og skiptust þau á mörkum fyrstu tuttugu mínútur leiksins og um leið forskotinu. Stjarnan náði tveggja marka forskoti, 7-5 en þá svaraði Valur með áhlaupi og leiddi í hálfleik 10-9.

Valskonur voru með frumkvæðið í seinni hálfleik og héldu forskotinu allan hálfleikinn þótt að Garðbæingar hafi aldrei verið langt undan. Náðu þær að koma muninum niður í tvö mörk þegar fimm mínútur voru eftir en lengra komust þær ekki.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir var atkvæðamest í heimaliðinu með níu mörk, hjá gestunum var Díana Dögg Magnúsdóttir markahæst með fimm mörk.

Umferðinni lýkur svo með leik Selfoss og Hauka annað kvöld.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Línur munu skýrast í milliriðlunum í kvöld

Handbolti

Góður skóli fyrir ungt lið Íslands

Handbolti

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Auglýsing

Nýjast

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Martin spilar til úrslita í þýska bikarnum

Arnari sagt upp hjá Lokeren

Mæta Skotlandi á Spáni í dag

Pressan eykst á Sarri eftir tap gegn Arsenal

Patriots og Rams mætast í SuperBowl

Auglýsing