Valur náði toppsæti Dominos-deildarinnar með 80-68 sigri á Keflavík í kvöld og með sigrinum er Valur komið í lykilstöðu í baráttu um deildarmeistaratitilinn.

Valur á tvo leiki eftir gegn Snæfell og Stjörnunni og dugar einn sigur til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og um leið heimaleikjarétt.

Sara Rún Hinriksdóttir var komin aftur í lið Keflvíkinga og átti hún stóran hlut í rispu Keflvíkinga í öðrum og þriðja leikhluta sem hleypti spennu í leikinn á ný en Valsliðið reyndist of sterkt.

Í Vesturbænum varð KR af mikilvægum stigum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni á sama tíma og Snæfell sótti tvö stig í Borgarnes og komst með því upp að hlið KR í fjórða sætið.

KR var með fimmtán stiga forskot í hálfleik en leikur KR-ingar hrundi í þriðja leikhluta sem Breiðablik vann 33-9. 

Ivory Crawford sem var með tröllatvennu í dag, 34 stig og 28 fráköst, kom Blikum yfir af vítalínunni þegar fjórar sekúndur voru eftir og skildi það liðin að.

Á sama tíma vann Snæfell sigur í Borgarnesi 71-63 og jafnaði með því KR að stigum í fjórða sæti ásamt því að halda Blikum á lífi í baráttunni við Skallagrím um að halda sæti sínu í deildinni.